Vitar ehf. var stofnað árið 1999.

Vitar sérhæfa sig í að þjónusta hótel, gistiheimili og veitingastaði.  Meðal viðskiptavina Vita eru Hótel Sigló, ALDA hótel, RadissonBLU hótel Saga, Hótel Rangá, Icelandair hotels, Hótel Selfoss o.fl.

Hugmyndafræðin á bakvið Vita er að bjóða vandaðar vörur á sem hagstæðasta verði þannig að allri yfirbyggingu er haldið í lágmarki, þ.m.t. vegna lagers. Við erum í mjög góðu sambandi við fjölmarga framleiðendur og birgja í Evrópu en þaðan kemur megnið af okkar vörum. Við erum einnig í góðu sambandi við nokkra framleiðendur í Kína og getum stundum boðið góðar vörur á afar hagstæðu verði. Vöruframboð okkar er ýmist staðlaðar lagervörur sem hægt er að afgreiða með stuttum fyrirvara eða sérframleiddar vörur þar sem framleiðslutíminn er oftast á bilinu 3-6 vikur.

Vitar reka ekki staðbundna verslun en við bjóðum einnig vörur til einstaklinga í gegnum netverslunina Sofðu rótt. Þar settum við okkur það markmið að reyna eftir fremsta megni að bjóða vörur á sömu kjörum og aðrir íbúar Evrópu greiða fyrir þær.

Vitar ehf.
Kt. 6005992599
Lækjarvaði 23
110 Reykjavík
Sími: 859 8482
VSK númer: 63891

Facebook: Vitar ehf. og Sofðu rótt