Skilmálar Sofðu rótt
Um Sofðu rótt
Sofðu rótt er í eigu Vita ehf., kt. 600599-2599, Lækjarvaði 23, 110 Reykjavík og eru reikningar gefnir út á nafni Vita ehf. Sofðu rótt er vefverslun og rekur ekki staðbundna verslun þar sem hægt er að koma og skoða vöruna. Sofðu rótt leggur því áherslu á að vörulýsing sé nákvæm og ítarleg. Þá veljum við okkar birgja þannig að þeir bjóði upp á vörur í mjög góðum gæðum eða lúxusvörur.
Söluferli
Eftir að vara hefur verið valin og sett í körfu er farið í gegnum greiðsluferli. Greiðsluferlið býður upp á að greiða með millifærslu beint á bankareikning Vita, í gegnum greiðslusíðu Borgunar, með Netgíró eða Pei. Eftir að gengið hefur verið frá greiðslu er kominn á samningur milli kaupanda og Sofðu rótt og fær kaupandi senda kvittun sem staðfestingu á vörukaupunum.
Ef vara er uppseld verður haft samband við þig og þér boðið að bíða eftir að vara kemur aftur í verslun, önnur sambærileg vara eða endurgreiðsla.
Ef vara er vitlaust verðmerkt áskilur Sofðu rótt sér að afgreiða ekki pantanir og endurgreiða kaupanda eða bjóða honum að velja aðra vöru. Þá áskilur Sofðu rótt sér að hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Heimsendingarkostnaður
Ef verslað er fyrir meira en 10000 kr. er heimsending frí
Afhending
Vörur eru afgreiddar og sendar með Íslandspósti næsta virka dag eftir að pöntun hefur verið gerð. Gera má ráð fyrir að vörur berist kaupanda á 2-4 virka degi eftir að pöntun hefur verið gerð. Þegar vara hefur verið send frá Sofðu rótt gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Sofðu rótt ber samkvæmt þessu enga ábyrgð sem á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.
Skilafrestur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að varan sé ónotuð og í góðu lagi og að henni sé skilað í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Skilafrestur byrjar að telja þegar vara hefur verið afhend kaupanda eða skráðum viðtakanda. Greiðslukvittun/reikningur fyrir vörukaupunum verður að fylgja með vörunni.
Endurgreiðsla
Endurgreiðsla er framkvæmd ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld vegna skila fást ekki endurgreidd.
Verð
Öll verð í vefverslun Sofðu rótt eru í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti (VSK) og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Athugið að verð á netinu geta breyst án fyrirvara.
Verðstefna Sofðu rótt er að fylgja uppgefnu smásöluverði framleiðanda í Evrum og umreikna það verð í íslenskar krónur. Ekki er lagt sérstaklega á vörurnar vegna fjarlægðar og flutningskostnaðar til Íslands.
Trúnaður
Sofðu rótt heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir nokkrum kringumstæðum. Kortaupplýsingar eru ekki geymdar enda er kaupandi fluttur í greiðsluferli af síðu Sofðu rótt inn á síðu Borgunar, Netgíró eða Pei.
Ábyrgðarskilmálar
Ábyrgð á vörum í vefverslun Sofðu rótt er samkvæmt lögum um neytendakaup nr. 48/2003. Ábyrgð er í tvö ár frá því að kaupandi fær vöru afhenta en sé hins vegar um fyrirtæki að ræða er ábyrgðin eitt ár.
Ef um er að ræða galla sem rekja má til framleiðslugalla á þessu tímabili er vörunni skipt út fyrir nýja vöru eða hún endurgreidd. Ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, vanrækslu, venjulegu sliti eða eðlilegu litatapi sem verður við notkun og þegar á líður.
Ágreiningur
Viðskiptaskilmálar eru samkvæmt íslenskum lögum. Rísi ágreiningur vegna þeirra eða brota á þeim má bera málið undir kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa hjá Neytendastofu. Ef ekki finnst lausn á ágreiningnum hjá kæruefndinni er heimilt að reka mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.